Framhald af ættjarðarljóði

Tjáð var hér saga um þrautseiga þjóð
sem þolug í sérhverju mótlæti stóð.
Hún efldist við sagnir og ættjarðarljóð
því eldmóður var henni runninn í blóð
og kúgarann krafði um frelsi.

Og frjálsræðið kostaði fórnir og sár, -
en fuglarnir kvaka nú óheillaspár.
Því hnossið sem borguðu bænir og tár,
og barist var fyrir í mörghundruð ár
er orðið að áþján og helsi.

(En hitt veit ég ´88)