Lofkvæði um konuna mína

Konan mín er knálegt fljóð á klæðum fínum.
Mjög er hún stolt af manni sínum.

Úti á götum allra hvíla augu á henni.
Þá leiðir hún göfugt glæsimenni.

Yndisleg svo að það tekur engu tali.
Smekklegt mjög í makavali.

Athyglina að sér dregur eðla svanninn.
Hún ein á besta eiginmanninn.

Þó að allar aðrar konur ýmsa dreymi,
mín á besta mann í heimi.