Hagvöxtur

Það byrjar allt
með óhollu fæði.

Græðgi, ofát
og óttinn við dauðann
er lykill að framför
í læknisfræði.

Svo seljum við frábæra
sjúkrahúsvist
og hágæðameðferð
við megrunaræði.

Þjónusta lækna
og lyfjaverslun
er milljarðabusiness
sem blómstrar í næði.

Og útfararþjónustan
annast þá dauðu.
Er ekki fínt
að sem flestir græði.

Jú, víst er það gott –

og gleymdu því aldrei
að undirstaðan
er óhollt fæði.

(Brúin út í Viðey ´00)