Draumur

Það reyndist þá svo

að vegir sem ók ég
í vagni svefnsins
um fjórvíð lönd
með fjallháa skóga
þar sem uxu um nætur
eins og ungar greinar
á beinvöxnum trjánum
torráðnar spár –

þeir vegir reyndust
raunverulegir –

þegar allt kom til alls
var einungis jarðvistin
draumur.

(Jörð ´98)