Ofboð

Ég reyndi víst en auðvelt var það ekki, -

með andþrengsli og rauða flekki í kinnum

ég tók í hönd hans tilbúinn að sættast.

Sú tilraun verður lengi höfð í minnum.

 

Og þetta ferðu fram á að ég geri

fjögurhundruð og níutíu sinnum.

(En hitt veit ég ´88)