Heimasíða - hvers vegna?

Ágætu lesendur

Heimasíðan mín á að þjóna margvíslegum tilgangi. Hér ætla ég að birta ýmsa fróðleiksmola sem tengjast kennslunni, einkum í bragfræði. Hér birtist ritaskráin mín og hér má finna myndir af bókunum mínum, einkum ljóðabókum og kennslukverum af ýmsum stærðum og gerðum. Ætlunin er að koma því svo fyrir að hægt verði að panta bækur mínar í gegnum heimasíðuna. Þá hef ég í hyggju að birta hér ljóð, alla jafna eitt ljóð á viku. Þau verða oftast tekin upp úr áður útgefnum ljóðabókum en inn á milli verða af og til óbirt ljóð, bæði gömul og ný.   

Að öðru leyti er heimasíðan mín enn óráðin. Ég mun skoða möguleikana sem þetta merkilega form býður upp á og nýta þá eftir því sem ég get. Tilgangurinn með því að setja upp heimasíðu er að létta störf mín og einfalda líf mitt. Vel getur verið að hún geri hvorugt. Um það verður hins vegar ekki vitað fyrr en á reynir.